Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 14:02 Harry Kane er draumaframherji Bayern München. Han Myung-Gu/Getty Images Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira