Sterling kveður City: „Þvílíkt ferðalag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 13:30 Raheem Sterling er að ganga til liðs við Chelsea eftir sjö ár hjá Manchester City. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling hefur sent Englandsmeisturum Manchester City skilaboð þar sem hann kveður félagið og stuðningsmenn þess, en Sterling er á leið til Chelsea. Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira