Erlent

Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður líklegur til að tilkynna annað forsetaframboð á næstunni.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður líklegur til að tilkynna annað forsetaframboð á næstunni. AP/John Locher

Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu.

Nærri því helmingur kjósenda flokksins segist vilja annan frambjóðanda og margir segjast sömuleiðis ekki ætla að kjósa hann, bjóði hann sig fram á nýjan leik.

Þetta kemur fram í nýrri könnun New York Times. Miðillinn sagði frá því í gær að sama könnun sýndi að meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti, bjóði sig fram til annars kjörtímabils.

Sjá einnig: Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram

Kjósendur Repúblikanaflokksins undir 35 ára aldri virðast sérstaklega mótfallnir Trump en 64 prósent þeirra sögðust ekki muna kjósa hann, ef hann bíður sig fram aftur. 64 prósent fólks með háskólamenntun sagði það sama.

Flestir sem voru andvígir Trump vísu til hegðunar hans þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem helstu ástæðu þess að þau vildu ekki kjósa hann.

Þó að hafi veikst eitthvað, heldur Trump þó enn tangarhaldi á Repúblikanaflokknum og yrði hann valinn forsetaframbjóðandi flokksins í forvali, ef atkvæðagreiðslan færi fram í dag.

49 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðust vilja hann í framboð. 25 prósent nefndu Ron DeSantis, ríkisstjórna Flórída. Þá nefndu sjö prósent Ted Cruz, öldungadeildarþingmann frá Flórída. Sex prósent nefndu Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, og önnur sex prósent nefndu Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum.


Tengdar fréttir

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu

Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður.

Trump vildi leiða vopnaða stuðnings­menn að þing­húsinu

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum.

Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu

Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum.

Trump hunsaði ráð­gjafa og var „af­tengdur raun­veru­leikanum“

Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×