Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 14:11 Cassidy Hutchinson starfaði í Hvíta húsi Trump. Hún segist hafa séð Mark Meadows, skrifstofustjóra, brenna skjöl. AP/J. Scott Applewhite Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20