Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Sebastian Hedlund sá rautt og Valur fékk 0 stig. Vísir/Tjörvi Týr Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira