Erlent

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Bjarki Sigurðsson skrifar
Arftaki Boris Johnson mun taka við þann 5. september næstkomandi. 
Arftaki Boris Johnson mun taka við þann 5. september næstkomandi.  AP/Matt Dunham

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Alls hafa ellefu þingmenn breska Íhaldsflokksins tilkynnt um framboð sitt fyrir leiðtogakjörið eftir að Johnson sagði af sér á fimmtudaginn í síðustu viku. Hann greindi frá því að hann myndi halda áfram sem forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi væri kjörinn.

Í kjölfar þess greindu þingmenn, bæði frá Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum, frá því að leiðtogakjörið ætti að halda sem fyrst til að koma Johnson úr forsætisráðherrastólnum.

Í dag tilkynnti hin svokallaða 1922-nefnd sem sér um innri mál þingflokks Íhaldsflokksins að kjörið færi fram mánudaginn 5. september.

Penny Mordaunt, viðskiptamálaráðherra, er talin líklegust til að sigra kosningarnar, en á eftir henni koma ráðherrarnir Kemi Badenoch og Rishi Sunak. Sá sem var talinn líklegastur stuttu eftir afsögn Johnson, varnarmálaráðherrann Ben Wallace, gefur ekki kost á sér í kjörinu.


Tengdar fréttir

John­son segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann

„Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Nýr leið­togi Í­halds­flokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×