Erlent

Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Getty/David Cliff

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Wallace hefur verið talinn líklegastur til að hljóta kjör sem leiðtogi Íhaldsflokksins en samkvæmt könnun YouGov sem var gerð um það leiti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér sem leiðtogi flokksins, vildu flestir að hann yrði næsti forsætisráðherra.

Hann tilkynnti þó í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir embættinu og að hann vilji einbeita sér að sínum störfum í varnarmálaráðuneytinu.

„Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun en mín áhersla er á mitt núverandi starf og að halda landinu öruggu,“ segir Wallace á Twitter-síðu sinni.

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram en hann hefur einnig verið talinn sigurstranglegur.

Penny Mordaunt, viðskiptamálaráðherra, er einnig talin líkleg til að hreppa embættið en hún hefur enn ekki tilkynnt framboð sitt.


Tengdar fréttir

Nýr leið­togi Í­halds­flokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum.

Leitin að nýjum leiðtoga hafin en Íhaldsflokkurinn áfram í sterkri stöðu

Boris Johnson hefur ákveðið að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins en mun gegna embætti forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki augljóst á þessari stundu hver muni taka við. Þrátt fyrir mótmæli Verkamannaflokksins virðist ekkert benda til að flokkurinn komi illa út, sem sýni fram á styrk hans. 

Boris Johnson segir af sér

Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×