Erlent

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands.
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands. AP/Alastair Grant

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Truss hefur verið þingmaður síðan árið 2010 og hefur gengt nokkrum ráðherrastöðum innan bresku ríkisstjórnarinnar. Í ríkisstjórn Johnson gegndi hún embætti alþjóðaviðskiptaráðherra á árunum 2019-2021 og tók síðan við sem utanríkisráðherra í fyrra.

Truss hefur verið orðuð við framboð allt síðan Johnson ákvað að segja af sér sem leiðtogi flokksins á fimmtudaginn í síðustu viku. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld staðfestir hún að hún ætli að bjóða sig fram.

„Ég er með skýra sýn á hvar við eigum að vera, reynslu og er ákveðin í að koma okkur þangað,“ segir í yfirlýsingunni en eitt af helstu stefnumálum Truss verður að lækka skatta.

Ráðherrarnir Rishi Sunak og Penny Mordaunt hafa einnig greint frá því að þau ætli að bjóða sig fram og þykja allir þeir sem hafa tilkynnt um framboð sitt vera sigurstranglegir. Sá sem var talinn sigurstranglegastur beint eftir afsögn Johnson, Ben Wallace utanríkisráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram.

Sá sem að sigrar leiðtogakjörið verður næsti forsætisráðherra Bretlands og tekur við af Boris Johnson um leið.


Tengdar fréttir

Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.