Fullkomnar upprisuna í Leikhúsi draumanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 11:56 Eriksen í landsleik Danmerkur og Króatíu í júní síðastliðnum. Lars Ronbog/Getty Images Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. Hinn þrítugi Eriksen hefur verið orðaður við Man United að undanförnu en Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man Utd, er mikill aðdáandi danska miðjumannsins. Eriksen fór mikinn með Brentford á síðari hluta síðasta tímabils en hann samdi við félagið eftir að hafa fengið grænt ljós á að halda áfram að spila fótbolta eftir að hafa hnigið niður í leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Eftir ítarlegar rannsóknir fékk Eriksen grænt ljós, samdi við Brentford og sneri aftur í danska landsliðið. Alls spilaði Daninn 11 leiki fyrir Brentford, skoraði eitt mark og lagði upp fjögur til viðbótar. Þá gjörbreytti hann sóknarleik liðsins sem hafði verið orðinn frekar einsleitur áður en hann mætti til Lundúna. Eftir að tímabilinu lauk var snemma ljóst að Man United vildi fá Eriksen í sínar raðir og þá vildi Brentford halda honum. Nú hafa vistaskipti hans verið svo gott sem staðfest en David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greindi frá. EXCLUSIVE: Christian Eriksen has verbally agreed to join Manchester United as a free agent. 30yo playmaker has communicated desire to play for #MUFC + accept 3y deal. Contract needs to be finalised & medical conducted before move complete @TheAthleticUK https://t.co/YPnPldXRhg— David Ornstein (@David_Ornstein) July 4, 2022 Það stefnir því allt í að Eriksen muni leika listir sínar í Leikhúsi draumanna, Old Trafford - heimavelli Man Utd, á komandi leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hinn þrítugi Eriksen hefur verið orðaður við Man United að undanförnu en Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man Utd, er mikill aðdáandi danska miðjumannsins. Eriksen fór mikinn með Brentford á síðari hluta síðasta tímabils en hann samdi við félagið eftir að hafa fengið grænt ljós á að halda áfram að spila fótbolta eftir að hafa hnigið niður í leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Eftir ítarlegar rannsóknir fékk Eriksen grænt ljós, samdi við Brentford og sneri aftur í danska landsliðið. Alls spilaði Daninn 11 leiki fyrir Brentford, skoraði eitt mark og lagði upp fjögur til viðbótar. Þá gjörbreytti hann sóknarleik liðsins sem hafði verið orðinn frekar einsleitur áður en hann mætti til Lundúna. Eftir að tímabilinu lauk var snemma ljóst að Man United vildi fá Eriksen í sínar raðir og þá vildi Brentford halda honum. Nú hafa vistaskipti hans verið svo gott sem staðfest en David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greindi frá. EXCLUSIVE: Christian Eriksen has verbally agreed to join Manchester United as a free agent. 30yo playmaker has communicated desire to play for #MUFC + accept 3y deal. Contract needs to be finalised & medical conducted before move complete @TheAthleticUK https://t.co/YPnPldXRhg— David Ornstein (@David_Ornstein) July 4, 2022 Það stefnir því allt í að Eriksen muni leika listir sínar í Leikhúsi draumanna, Old Trafford - heimavelli Man Utd, á komandi leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira