Erlent

Flugmenn SAS í verkfall

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ætla má að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega vegna verkfallsins. 
Ætla má að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega vegna verkfallsins.  EPA/MAURITZ ANTIN

Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 

Verkfallið mun hafa gríðarlega áhrif á ferðaáætlanir margra í Skandinavíu en samkvæmt fréttastofu Reuters er gert ráð fyrir að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega. 

Gert er ráð fyrir að tvö til þrjú hundruð flugferðum verði aflýst á hverjum degi á meðan verkfallið stendur eða um helmingi allra flugferða félagsins. 

„Verkfall á þessum tímapunkti er hrikalegt fyrir SAS og stefnir framtíð flugfélagsins og störfum þúsunda starfsmanna í hættu,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

SAS er meðal annars í eigu danska og sænska ríkisins en Norðmenn seldu sig út úr fyrirtækinu árið 2018. Það hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum undanfarið og reynir nú að fá inn nýja fjárfesta til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. 

Ljóst er að verkfallið muni hafa áhrif á þær tilraunir en eitt helsta áherslumál félagsins hefur verið að lækka heildarlaunakostnað sinn með því að ráða inn nýja flugmenn til dótturfélaga sinna tveggja, SAS Link og SAS Connect, í stað þess að endurnýja samninga við flugmenn sem hafa starfað þar lengi. Þetta er á meðal þess sem deilt er um í kjaraviðræðunum. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×