Erlent

Höfuðborginni breytt á svipstundu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mette Frederiksen.
Mette Frederiksen. EPA-EFE/Ólafur Steinar Gestsson

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

„Dan­mörk varð fyr­ir skelfilegri árás á sunnu­dags­kvöld. Nokkr­ir voru drepn­ir og enn fleiri særðir. Sak­laus­ar fjöl­skyld­ur að versla eða borða. Börn, ung­ling­ar og full­orðnir,“ segir í yfirlýsingu Mette Frederiksen.

Hún sendir samúðarkveðjur til aðstandenda og þeirra sem urðu vitni að þessum hræðilega atburði. „

„Ég hvet Dani til þess að standa saman á þessum erfiðu tímum. Bjarta sumarið hefur verið hrifsað af okkur á hrottalegan hátt. Það er óskilj­an­legt.“

Þá sagði Frederik­sen að „ör­uggu og fal­legu“ höfuðborg Dana hefði verið breytt á sek­úndu­broti.

„Að lok­um vil ég hvetja alla til að fylgja fyr­ir­mæl­um yf­ir­valda áfram.“

Ástandið kalli á samheldni

Drottningin og krónprinshjónin hafa sendu einnig frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar:

„Í kvöld höfum við fengið átakanlegar fréttir af alvarlegu atvikunum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Við vitum ekki að fullu umfang harmleiksins en þegar er ljóst að fleiri hafa týnt lífi og að enn fleiri hafa slasast. Hugur okkar og samúð er með fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á harmleiknum. Ástandið kallar á samheldni og umhyggju og viljum við þakka lögreglu, neyðarþjónustu og heilbrigðisyfirvöldum fyrir skjótar og árangursríkar aðgerðir á þessum tímum,“ segir í yfirlýsingunni.

„Við stöndum með ykkur“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vottar Dönum einnig samúð sína á Twitter.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.