Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 11:20 Samkvæmt Twitter hefur Peterson gerst sekur um hatursfulla orðræðu og því hefur hann verið settur í tímabundið straff. Vísir Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt. Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt.
Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57