Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 11:20 Samkvæmt Twitter hefur Peterson gerst sekur um hatursfulla orðræðu og því hefur hann verið settur í tímabundið straff. Vísir Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt. Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt.
Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57