„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 21:57 Ugla Stefanía segir Jordan Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um transfólk. Shannon Kilgannon/Vísir Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Fréttir Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Fréttir Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Sjá meira
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57