Erlent

Boris segir Pútín ekki hefðu ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Ef Pútín væri kona, sem hann er augljóslega ekki...“ 
„Ef Pútín væri kona, sem hann er augljóslega ekki...“ 

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Þetta segir Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Hann segir hina „brjálæðislegu“ og „macho“ innrás fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“.

Ummælin lét Johnson falla í viðtali við þýska miðilinn ZDF, þar sem hann ræddi meðal annars jafnrétti og mikilvægi menntunar. Hann sagði þörf á fleiri konum í valdastöðum.

„Ef Pútín væri kona, sem hann er augljóslega ekki, en ef hann væri kona þá held ég að hann hefði ekki ráðist í brjálæðislega, macho innrás og ofbeldi eins og hann hefur gert,“ sagði forsætisráðherrann.

„Ef þú vilt fullkomið dæmi um eitraða karlmennsku, þá er það það sem hann er að gera í Úkraínu,“ bætti hann við.

Johnson sagði leiðtoga G7-ríkjanna, sem funduðu fyrr í vikunni, langeyga eftir endalokum átakanna en að enginn mögulegur samningur væri í augsýn. Hann sagði Vesturlönd þurfa að styðja stjórnvöld í Úkraínu til að komast í bestu mögulegu stöðu fyrir samningaviðræður, þegar að þeim kæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×