Ummælin lét Johnson falla í viðtali við þýska miðilinn ZDF, þar sem hann ræddi meðal annars jafnrétti og mikilvægi menntunar. Hann sagði þörf á fleiri konum í valdastöðum.
„Ef Pútín væri kona, sem hann er augljóslega ekki, en ef hann væri kona þá held ég að hann hefði ekki ráðist í brjálæðislega, macho innrás og ofbeldi eins og hann hefur gert,“ sagði forsætisráðherrann.
„Ef þú vilt fullkomið dæmi um eitraða karlmennsku, þá er það það sem hann er að gera í Úkraínu,“ bætti hann við.
Johnson sagði leiðtoga G7-ríkjanna, sem funduðu fyrr í vikunni, langeyga eftir endalokum átakanna en að enginn mögulegur samningur væri í augsýn. Hann sagði Vesturlönd þurfa að styðja stjórnvöld í Úkraínu til að komast í bestu mögulegu stöðu fyrir samningaviðræður, þegar að þeim kæmi.