Íslenski boltinn

Sverrir Páll skaut Kór­drengjum í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Páll skoraði sigurmarkið á 116. mínútu.
Sverrir Páll skoraði sigurmarkið á 116. mínútu. Kórdrengir

Kórdrengir lagði Aftureldingu 2-1 í framlengdum leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Þórir Rafn Þórisson heimamönnum í Kórdrengjum yfir snemma í síðari hálfleik. Það stefndi allt í að Kórdrengir myndu sigla inn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en gestirnir jöfnuðu þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Þar var að verki Elmar Kári Enesson Cogic og staðan jöfn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Því þurfti að framlengja leikinn og þar var allt í járnum framan af.

Á 116. mínútu gaf Þórir Rafn fyrir mark Aftureldingar, markvörður gestanna missti af boltanum og lánsmaðurinn Sverrir Páll lagði boltann í autt markið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Kórdrengir því komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×