Enski boltinn

Spurs ætlar að plokka skrautfjaðrirnar af Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison og Anthony Gordon eru á óskalista Antonios Conte, knattspyrnustjóra Tottenham.
Richarlison og Anthony Gordon eru á óskalista Antonios Conte, knattspyrnustjóra Tottenham. getty/Simon Stacpoole

Þrátt fyrir að hafa náð í nokkra sterka leikmenn í sumar er Tottenham ekki hætt á félagaskiptamarkaðnum.

Tottenham hefur þegar samið við Yves Bissouma, Ivan Perisic og Fraser Forster og Sky Sports greinir frá því að félagið stefni að því að fá tvo leikmenn frá Everton.

Þetta eru þeir Richarlison og Anthony Gordon. Sá fyrrnefndi var markahæsti leikmaður Everton á síðasta tímabili með ellefu mörk í öllum keppnum. Sá síðarnefndi lék alls fjörutíu leiki á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk.

Tottenham endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst þar af leiðandi í Meistaradeild Evrópu. Antonio Conte tók við Spurs í byrjun nóvember eftir að Nuno Espírito Santo var sagt upp störfum.

Conte stýrði Spurs í 36 leikjum á síðasta tímabili. Liðið vann 21 leik, gerði fimm jafntefli og tapaði tíu leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.