„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 15:29 Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. AP/Nariman El-Mofty Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53