Veður

Svalt loft yfir landinu og mildast syðst

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fimm til fjórtán stig yfir daginn og mildast syðst.
Hiti verður á bilinu fimm til fjórtán stig yfir daginn og mildast syðst. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Reiknað er með lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Þó má búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Það er svalt loft yfir landinu, og verður hiti fimm til fjórtán stig yfir daginn og mildast syðst.

Útlit er fyrir svipað veður á morgun og jafnvel á sunnudag líka samkvæmt nýjustu spám.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: Norðan 5-13 m/s og dálítil rigning öðru hverju á Norður- og Austurlandi, annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 4 til 13 stig, mildast syðst.

Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt og rigning eða súld. Hiti 7 til 12 stig.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og dálítil væta, en úrkomulítið vestanlands. Heldur hlýnandi.

Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 8 stigum nyrst, upp í 18 stig sunnanlands.

Á fimmtudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×