Vill reka Arteta og ráða Pochettino Atli Arason skrifar 23. júní 2022 07:01 Piers Morgan og Mikel Arteta Samsett / Getty Images Fjölmiðlamaðurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Arsenal, Piers Morgan, hefur áhyggjur af liðinu undir stjórn Mikel Arteta og biðlar til félagsins að ráða fyrrum knattspyrnustjóra Totteham, Maurico Pochettino til Arsenal. „Ég myndi gera það,“ sagði Morgan í hlaðvarpi talkSPORT, aðspurður að því hvort hann myndi reka Arteta og ráða Pochettino ef hann færi með völdin hjá Arsenal. Pochettino er þó ekki eini maðurinn frá Tottenham sem þessi blóðheiti stuðningsmaður Arsenal myndi vilja sjá hjá sínu liði. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Pochettino en mér finnst hann mjög góður knattspyrnustjóri með mikla reynslu. Í fullri hreinskilni þá hefði ég samt mest verið til í Antonio Conte. Tottenham fékk nánast alveg óvart einn besta knattspyrnustjóri í heimi. Ég elska allt við Conte, hann mun án vafa fá topp leikmenn til liðs við sig hjá Tottenham,“ bætti Morgan við. Morgan virðist ekki nógu sáttur með stöðu mála hjá sínu liði en ásamt Tottenham telur hann að lið eins og Newcastle og Chelsea haldi áfram að styrkja sig og skilji Arsenal eftir í rykinu. „Tottenham verður mun sterkara lið á næsta tímabili. Svo ertu með Arsenal, sem að ég held að verði ekki nálægt efstu fjórum sætunum á næsta tímabili. Ég hef áhyggjur af því að liðið nái ekki einu sinni inn á topp sex. Er Arsenal ennþá stór klúbbur eða er liðið dauðadæmt í meðalmennsku fyrir miðri deild næstu árin,“ spyr Morgan. Liverpool styrkti leikmannahópinn sinn með kaupum á Darwin Nunez á dögunum og Manchester City keypti Erling Haaland stuttu áður. Morgan hefur áhyggur af því að Arsenal geti hreinlega ekki styrkt liðið sitt að neinu viti. „Ef þú kemst ekki í Meistaradeildina og getur ekki fengið topp leikmenn til liðsins þá veit ég ekki hvernig félagið kemst úr þessari gryfju,“ sagði Piers Morgan sem kallar eftir höfði Arteta. „Arsenal tapaði 13 leikjum á síðasta tímabili. Það var einu sinni nóg til þess að knattspyrnustjórinn yrði rekin. Ég held að Arteta sé heppinn að vera enn þá í starfi. Vandamálið með Arteta er að hann er enn þá bara nýliði.“ Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
„Ég myndi gera það,“ sagði Morgan í hlaðvarpi talkSPORT, aðspurður að því hvort hann myndi reka Arteta og ráða Pochettino ef hann færi með völdin hjá Arsenal. Pochettino er þó ekki eini maðurinn frá Tottenham sem þessi blóðheiti stuðningsmaður Arsenal myndi vilja sjá hjá sínu liði. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Pochettino en mér finnst hann mjög góður knattspyrnustjóri með mikla reynslu. Í fullri hreinskilni þá hefði ég samt mest verið til í Antonio Conte. Tottenham fékk nánast alveg óvart einn besta knattspyrnustjóri í heimi. Ég elska allt við Conte, hann mun án vafa fá topp leikmenn til liðs við sig hjá Tottenham,“ bætti Morgan við. Morgan virðist ekki nógu sáttur með stöðu mála hjá sínu liði en ásamt Tottenham telur hann að lið eins og Newcastle og Chelsea haldi áfram að styrkja sig og skilji Arsenal eftir í rykinu. „Tottenham verður mun sterkara lið á næsta tímabili. Svo ertu með Arsenal, sem að ég held að verði ekki nálægt efstu fjórum sætunum á næsta tímabili. Ég hef áhyggjur af því að liðið nái ekki einu sinni inn á topp sex. Er Arsenal ennþá stór klúbbur eða er liðið dauðadæmt í meðalmennsku fyrir miðri deild næstu árin,“ spyr Morgan. Liverpool styrkti leikmannahópinn sinn með kaupum á Darwin Nunez á dögunum og Manchester City keypti Erling Haaland stuttu áður. Morgan hefur áhyggur af því að Arsenal geti hreinlega ekki styrkt liðið sitt að neinu viti. „Ef þú kemst ekki í Meistaradeildina og getur ekki fengið topp leikmenn til liðsins þá veit ég ekki hvernig félagið kemst úr þessari gryfju,“ sagði Piers Morgan sem kallar eftir höfði Arteta. „Arsenal tapaði 13 leikjum á síðasta tímabili. Það var einu sinni nóg til þess að knattspyrnustjórinn yrði rekin. Ég held að Arteta sé heppinn að vera enn þá í starfi. Vandamálið með Arteta er að hann er enn þá bara nýliði.“
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira