Veður

Gul veður­við­vörun á Suður­landi og Aust­fjörðum og blautur þjóð­há­tíðar­dagur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmenn Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar
Starfsmenn Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Gul veðurviðvörun tekur gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði í kvöld og verður í gildi þar til annað kvöld. Búast má við norðvestan hvassviðri eða stormi á svæðinu og varað er við óþarfa ferðalögum.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að veðurviðvaranirnar taki gildi klukkan 22 í kvöld á Suðurlandi og Suðausturlandi en klukkan 23 á Austfjörðum. Þá eru viðvaranirnar í gildi til klukkan tíu í fyrramálið á Suðurlandi en til klukkan 19 annað kvöld á Suðausturlandi og Austfjörðum. 

Búast má við norðvestan 15-20 m/s, en hviður geta náð allt að 30 m/s undir fjöllum. Varað er við óþarfa ferðalögum. 

Í dag má annars búast við norðlægri átt, 5-13 m/s og úrkomu einkum um landið norðan- og austanvert. Þá bætir í vind síðdegis, norðan- og norðvestanátt 10-18 m/s seint í kvöld, en 15-23 m/s suðaustan- og austanlands. Hiti á bilinu sex til sextán stig, hlýjast í Vestur-Skaftafellssýslu. 

Þá er bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi á morgun og hlýnar heldur, en svalt norðaustanlands og þar styttir ekki upp fyrr en seinnipartinn. Það fer að lægja vestantil á landinu eftir hádegi en ekki fyrr en annað kvöld austast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×