Íslenski boltinn

Vals­konur á­berandi í upp­gjöri fyrri hluta tíma­bilsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arna Sif var valin best á fyrri hluta tímabilsins.
Arna Sif var valin best á fyrri hluta tímabilsins. Vísir/Vilhelm

Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið, besti leikmaðurinn, besta markið og besta stoðsendingin.

Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið ..

„Allir hér í setti sammála því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, um lið fyrir helmingsins. Stillt er upp í 4-4-1-1 leikkerfi og er liðið þannig skipað:

Sigurðardóttir (Valur) er í markinu. Þar fyrir framan eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) og Sif Atladóttir (Selfoss) í miðverði á meðan Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) er í hægri bakverði og Elísa Viðarsdóttir (Valur) í vinstri bakverði.

Á fjögurra manna miðju eru þær Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Katla Tryggvadóttir (Þróttur Reykjavík), Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) og Olga Sevcova (ÍBV).

Tiffany McCarty (Þór/KA) er svo aðeins fyrir aftan Brennu Loveru (Selfoss) sem er ein upp á topp. Þá er þjálfari fyrri helmingsins Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, en lið hans situr í 3. sæti deildarinnar með 17 stig sem stendur.

Lið fyrri hluta tímabilsins.Bestu mörkin

Arna Sif, miðvörður Vals, var svo valin besti leikmaður fyrri helmings Íslandsmótsins. Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu níu umferðunum og þá hefur Arna Sif skorað þrjú mörk, þar á meðal sigurmarkið er Valur vann Breiðablik 1-0 í Kópavogi.

„Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg fyrir þetta Valslið og lykilmaður í þeirra velgengni það sem af er sumri. Gaman að sjá að hún er að færa leik sinn upp á annað plan,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um þennan öfluga miðvörð.

Besta mark fyrri umferðarinnar kom svo úr 9-1 sigri Íslandsmeistara Vals á KR. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti lengst utan af velli.

Klippa: Bestu mörkin: Uppgjör fyrri hluta tímbils



Fleiri fréttir

Sjá meira


×