Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Sverrir Mar Smárason skrifar 15. júní 2022 21:54 Jón Þór á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. „Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48