Íslenski boltinn

„Heimir er Eyja­maður í húð og hár og vill leggja sitt af mörkum“

Andri Már Eggertsson skrifar
Hermann Hreiðarsson var jákvæður eftir tap gegn Víkingi
Hermann Hreiðarsson var jákvæður eftir tap gegn Víkingi Vísir/Hulda Margrét

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar jákvæður eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík.

„Mér fannst við gera fullt vel í leiknum sem við getum nýtt okkur, það var sjálfstraust í liðinu og í raun var allt sem þurfti til að vinna fótboltaleik. Ég var ánægður með að mínir menn höfðu gaman af því að spila fótbolta og var mjög skrítið að tapa þessum leik með þremur mörkum,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Vísi eftir leik.

 ÍBV skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik og var með ólíkindum að Eyjamönnum hafi ekki tekist að skora.

„Það vantaði lítið upp á. Í fótbolta er lykilinn að komast í færi en svo þarf bara að klára þau. Við vorum hugrakkir og pressuðum Víkinga sem eru tvöfaldir meistarar. En það var afar súrt að ná ekki að taka stig úr þessum öfluga leik okkar.“

„Það er asnalegt að segja þetta en það voru rosalega mikið af jákvæðum hlutum í þessum leik og verð ég að hrósa mínu liði fyrir hvernig þeir spiluðu í kvöld.“

Heimir Hallgrímsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari Íslands, var á bekknum hjá ÍBV sem liðstjóri og var Hermann ánægður að hafa Heimi hjá sér í kvöld.

 „Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn,“ sagði Hermann Hreiðarsson jákvæður að lokum.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.