„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:00 Úr leik Breiðabliks og Vals í sumar. Vísir/Diego Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira