Erlent

Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í að­draganda inn­rásarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Joe Biden er forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. AP Photo/Evan Vucci

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.

Fréttaveita AP greinir frá og segir að Biden hafi látið ummælin falla á fjáröflunarviðburði Demókrataflokksins.

Þar sagði hann að þrátt fyrir að bandarískar njósnastofnanir hefðu safnað saman gögnum um að Rússar væru að safna liði á landamærum Rússlands og Úkraínum, hafi Úkraínuforseti ekki viljað hlusta á aðvaranir þess efnis.

„Það hefur ekkert þessu líkt átt sér stað frá seinni heimsstyrjöldinni. Ég veit að margir töldu að ég væri að ýkja, en ég viss að við hefðum gögnin til að styðja þetta,“ sagði Biden.

Var hann þar að vísa til mats bandarískra njósna- og herstofnana um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti ætlaði sér að ráðast inn í Úkraínu.

„Það var enginn vafi á því,“ sagði Biden. „Og Selenskí vildi ekki heyra minnst á það.“

Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.Ukrainian Presidential Press Office via AP

Í frétt AP segir einnig að þrátt fyrir að margir hafi dáðst að viðbrögðum Selenskís við innrásina hafi skortur á undirbúningi í Úkraínu í aðdraganda innrásarinnar verið gagnrýndur.

Þar kemur einnig fram að Selenskí hafi ekki látið í ljós mikla ánægju opinberlega þegar embættismenn Bandaríkjastjórnar töluðu um að miklar líkur væru innrás Rússa í aðdraganda átakanna.

Er þar vitnað í að Selenskí hafi haft áhyggjur af því að stöðug umræða um innrásarógn myndi hafa slæmt áhrif á efnahag Úkraínu.


Tengdar fréttir

Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar

Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×