Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:57 Lögreglan í Hong Kong hefur afskipti af konu sem var á göngu nærri Viktoríugarði í dag. Getty/Louise Delmotte Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur. Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur.
Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08