Íslenski boltinn

Fylkir pakkaði Vestra saman

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkir vann stórsigur í dag.
Fylkir vann stórsigur í dag. Vísir/Hulda Margrét

Fylkir vann Vestra 5-0 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu fyrir heimamenn.

Það var fínasta veður í Lautinni er Vestramenn heimsóttu höfuðborgarsvæðið. Þeir hefðu eflaust betur sleppt því en liðið sá aldrei til sólar.

Mathias Laursen kom heimamönnum yfir eftir rétt tæplega stundarfjórðung og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks skoraði Benedikt Daríus sitt fyrsta mark og tvöfaldaði þar með forystu Fylkis.

Benedikt Daríus bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Fylkis á 53. mínútu. Hann fullkomnaði svo þrennu sína þegar átján mínútur lifðu leiks og sigurinn tryggður. Nokkrum mínútum síðar skoraði Frosti Brynjólfsson svo fimmta mark heimamanna, lokatölur 5-0.

Fylkir fer með sigrinum upp í 3. sæti með 10 stig líkt ásamt Gróttu og Fjölni. Vestri er í 9. sæti með fimm stig.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.