Veður

Víða vætu­samt og svalt veður

Atli Ísleifsson skrifar
Úr miðbæ Reykjavíkur í gær. Hiti á landinu í dag verður sjö til sautján stig og hlýjast austanlands.
Úr miðbæ Reykjavíkur í gær. Hiti á landinu í dag verður sjö til sautján stig og hlýjast austanlands. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan reiknar með suðlægum áttum í dag þar sem víða verður vætusamt og fremur svalt veður. Þó verður úrkomulítið og heldur hlýrra norðaustanlands.

Búist er við suðvestan þremur til tíu metrum á sekúndu og súld eða rigningu víða um land. Bjart með köflum og stöku síðdegisskúrir fyrir austan. Hiti á landinu verður sjö til sautján stig og hlýjast austanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það lægi heldur á laugardag og rofar til, en á hvítasunnudag snúist líklega í suðaustanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veðri.

Annan í hvítasunnu styttir væntanlega upp með þurrki og hlýindum í flestum landshlutum.

Úr miðbæ Reykjavíkur í gær. Hiti á landinu í dag verður sjö til sautján stig og hlýjast austanlands.Vísir/Vilhelm

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s, hassast syðst og rigning með köflum, en úrkomumeira um kvöldið. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á laugardag: Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en hvassara og dálítil væta norðaustan til framan af degi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Ákveðin suðaustlæg átt og vætusamt, en hægara og yfirleitt þurrt norðaustan til. Hlýnandi veður.

Á mánudag (annar í hvítasunnu) og þriðjudag: Útlit fyrir stífa austan- og suðaustanátt, víða bjart og hlýtt veður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.