Erlent

Létta á tak­mörkunum vegna kórónu­veirunnar í Sjang­hæ

Atli Ísleifsson skrifar
Borginni var lokað í ákveðnum skrefum en 25 milljónir búa í Sjanghæ.
Borginni var lokað í ákveðnum skrefum en 25 milljónir búa í Sjanghæ. AP

Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið.

Borginni var lokað í ákveðnum skrefum en 25 milljónir búa í Sjanghæ. Markmiðið var að slá á útbreiðslu ómíkronafbrigðis veirunnar.

Reglum hefur síðan verið aflétt að hluta en í dag urðu tímamót þegar fólki á lágáhættusvæðum var leyft að ferðast frjálst um borgina í neðanjarðarlestum og verksmiðjur og verslanir opnuðu á nýjan leik sem margar hafa verið lokaðar í langan tíma.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×