Veður

Hlýtt loft yfir landinu or­sakar mikla þoku

Árni Sæberg skrifar
Varla sást yfir í Kópavog frá Bústaðaveginum um klukkan sjö í kvöld.
Varla sást yfir í Kópavog frá Bústaðaveginum um klukkan sjö í kvöld. Vísir/Vésteinn

Mikil þoka lagðist yfir höfuðborgina í dag og segir veðurfræðingur það vera beina afleiðingu af því hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undafarna daga.

Óhætt er að fullyrða að rjómablíða hafi verið á höfuðborgarsvæðinu, sem og víðar, í gær og í dag. Hiti var í hæstu hæðum, miðað við maí allavega, og sólin lék við borgarbúa.

Svo lagðist mikil þoka yfir í eftirmiðdaginn en Birgir Örn Höskuldsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þokuna orsakast af því að hlýtt loft yfir landinu mætir kaldara lofti yfir sjó. Þokan gekk svo inn yfir landið með vindi sem stendur frá hafi.

Að sögn Birgis eru líkur á því að þokan láti aftur á sér kræla á morgun en annars verði gott veður áfram.

Á þriðjudag eru þó líkur á stöku skúrum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.