Enski boltinn

Gerrard heldur áfram að versla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gerrard er að setja saman svakalegt lið á Villa Park.
Gerrard er að setja saman svakalegt lið á Villa Park. Getty Images

Steven Gerrard virðist ætla að klára leikmannamálin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa áður en hann heldur í sumarfrí.

Í kvöld sagði félagið frá því að búið væri að ná samkomulagi við spænska úrvalsdeildarliðið Sevilla um kaupverð á brasilíska varnarmanninum Diego Carlos.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla þarf Aston Villa að punga út rétt tæpum 30 milljónum punda fyrir þennan 29 ára gamla varnarmann sem hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik Sevilla undanfarin þrjú ár.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Gerrard klófestir eftir að tímabilinu á Englandi lauk um síðustu helgi en áður hafði hann náð að sannfæra hinn eftirsótta Boubacar Kamara um að ganga til liðs við Aston Villa en hann kemur á frjálsri sölu frá Marseille og höfðu mörg félög áhuga á þessum 22 ára gamla Frakka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.