Stuðningsmaður Tottenham í hópi nýju eiganda Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 13:02 Todd Boehly var mættur á síðasta leik Chelsea á tímabilinu sem var á móti Watford um síðustu helgi. Getty/Adam Davy Todd Boehly hefur farið fyrir samsteypu fjármagnseiganda sem mynda nýjan eigandahóp enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en það eru aðrir sem eiga nú meira en hann í félaginu. Enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hafa nú samþykkt kauptilboð þessa hóps og kaupin eru því endanlega gengin í gegn. Hópurinn greiðir 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Chelsea's $5.3B takeover by a consortium led by Los Angeles Dodgers, Lakers and Sparks part-owner Todd Boehly has now been approved by the UK government. pic.twitter.com/bCej56LVr0— B/R Football (@brfootball) May 25, 2022 Chelsea hafði verið rekið á sérstakri undanþágu hjá breskum stjórnvöldum en sú undanþága átti að renna út 31. maí næstkomandi. Chelsea var sett á sölu í mars eftir að eigur eiganda félagsins, Roman Abramovich, voru frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin Rússlandsforseta. Þó að Todd Boehly, sem er meðeigandi hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers í Bandaríkjunum, fari fyrir eigandahópnum þá eru meirihlutaeignandinn fjárfestingarfyrirtækið Clearlake Capital frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Aðrir eigendur eru meðal annars bandaríski milljarðamæringurinn Mark Walter sem er líka meðeigandi Dodgers hafnaboltaliðsins en svissneski milljarðamæringurinn Hansjorg Wyss er einnig í hópnum. Chelsea náði þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni og komst í báða bikarúrslitaleikina á þessu tímabili sem verður þá alltaf minnst fyrir vandræðin með eigandann. The Chelsea sale is going ahead so who exactly is Todd Boehly?https://t.co/Iw3eIJNXXt— FourFourTwo (@FourFourTwo) May 25, 2022 Ekki bara Todd Boehly Það er athyglisvert að velta því aðeins fyrir sér hverjir þessu nýju eigendur eru en þar má meðal annars finna Chelsea stuðningsmann, Tottenham stuðningsmann, gúru í almannatengslum, bankamann í New York og aðalsmaður á lávarðadeild breska þingsins. Simon Johnson hjá Youtube síðunni Tifo Football fer hér fyrir neðan yfir þessa nýju eigendur Chelsea. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Todd Boehly reynir að kaupa Chelsea en 2,2 milljarða punda tilboði hans frá árinu 2019 var hafnað. Starfsnámið í London Í myndbandinu er farið yfir uppkomu Boehly og hvernig hann komst yfir alla þessa peninga. Upphafið má rekja til þess þegar hann var í starfsnámu hjá Citibank í London meðfram námi sínu við London School of Economics. Það var einmitt á þessum árum sem þessi Bandaríkjamaður myndaði sterk tengsl við England og þá sérstaklega London. Fyrsta alvöru starfið hans var þó hjá CS First Boston í New York en það fyrirtæki heitir Credit Suisse í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WQF3wZYE3tI">watch on YouTube</a> Lykilskref á hans ferli var sem starfsmaður Guggenheim Partners árið 2000 þegar hann áttaði sig á örlögum orkufyrirtækisins Enron og ráðlagði fjárfestum að koma sér í burtu áður en allt færi til fjandans. Þegar hann stofnaði Eldridge fyrirtækið árið 2015 var hann orðinn meðeigandi í LA Dodgers. Velgengni Dodgers liðsins á síðustu árum boðar gott fyrir stuðningsmenn Chelsea. Todd Boehly hefur talað um mikilvægi þess að stuðningsfólk félagsins séu í miðdepli þegar allar stórar ákvarðanir eru teknar. Hann vill líka ekki vera að skipta sér af rekstrinum og vill treysta því fólki sem er þar við störf. Meira eins og Fenway Sports Group Það er samt ljóst að Boehly og félagar munu ekki dæla peningum inn í Chelsea eins og Roman Abramovich undanfarna áratugi heldur miklu frekar eins og Fenway Sports Group gerir hjá Liverpool. Boehly vill auka tekjurnar sem Chelsea getur skapað og hann telur að markaður félagsins í Bandaríkjunum geti stækkað mikið sem og þá vill hann einnig gera betrum bætur á Stamford Bridge leikvanginum. The third man of the Todd-Boehly/Hansjorg Wyss consortium bidding to buy Chelsea is Jonathan Goldstein, a Londoner and football fan. Founder and CEO of Cain with significant property development experience in the capital. He is a long-time business partner of Boehly.— Matt Law (@Matt_Law_DT) March 12, 2022 Í myndbandinu er ekki bara farið yfir Boehly heldur einnig hina í eigandahópnum en þar á meðal er Tottenham stuðningsmaðurinn Jonathan Goldstein sem gerði sig líklega til að kaupa Tottenham árið 2014. Goldstein býr líka í London og er því mun nærri félaginu en hinir eigendurnir sem eru frá Bandaríkjunum og Sviss. Það má horfa á allt myndbandið hér fyrir ofan. There s going to be a change in strategy at Chelsea. @liam_twomey says Chelsea will no longer be able to make risky transfers in which their previous owner would cover any losses regardless. pic.twitter.com/c6bEm091QL— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2022 Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hafa nú samþykkt kauptilboð þessa hóps og kaupin eru því endanlega gengin í gegn. Hópurinn greiðir 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Chelsea's $5.3B takeover by a consortium led by Los Angeles Dodgers, Lakers and Sparks part-owner Todd Boehly has now been approved by the UK government. pic.twitter.com/bCej56LVr0— B/R Football (@brfootball) May 25, 2022 Chelsea hafði verið rekið á sérstakri undanþágu hjá breskum stjórnvöldum en sú undanþága átti að renna út 31. maí næstkomandi. Chelsea var sett á sölu í mars eftir að eigur eiganda félagsins, Roman Abramovich, voru frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin Rússlandsforseta. Þó að Todd Boehly, sem er meðeigandi hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers í Bandaríkjunum, fari fyrir eigandahópnum þá eru meirihlutaeignandinn fjárfestingarfyrirtækið Clearlake Capital frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Aðrir eigendur eru meðal annars bandaríski milljarðamæringurinn Mark Walter sem er líka meðeigandi Dodgers hafnaboltaliðsins en svissneski milljarðamæringurinn Hansjorg Wyss er einnig í hópnum. Chelsea náði þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni og komst í báða bikarúrslitaleikina á þessu tímabili sem verður þá alltaf minnst fyrir vandræðin með eigandann. The Chelsea sale is going ahead so who exactly is Todd Boehly?https://t.co/Iw3eIJNXXt— FourFourTwo (@FourFourTwo) May 25, 2022 Ekki bara Todd Boehly Það er athyglisvert að velta því aðeins fyrir sér hverjir þessu nýju eigendur eru en þar má meðal annars finna Chelsea stuðningsmann, Tottenham stuðningsmann, gúru í almannatengslum, bankamann í New York og aðalsmaður á lávarðadeild breska þingsins. Simon Johnson hjá Youtube síðunni Tifo Football fer hér fyrir neðan yfir þessa nýju eigendur Chelsea. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Todd Boehly reynir að kaupa Chelsea en 2,2 milljarða punda tilboði hans frá árinu 2019 var hafnað. Starfsnámið í London Í myndbandinu er farið yfir uppkomu Boehly og hvernig hann komst yfir alla þessa peninga. Upphafið má rekja til þess þegar hann var í starfsnámu hjá Citibank í London meðfram námi sínu við London School of Economics. Það var einmitt á þessum árum sem þessi Bandaríkjamaður myndaði sterk tengsl við England og þá sérstaklega London. Fyrsta alvöru starfið hans var þó hjá CS First Boston í New York en það fyrirtæki heitir Credit Suisse í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WQF3wZYE3tI">watch on YouTube</a> Lykilskref á hans ferli var sem starfsmaður Guggenheim Partners árið 2000 þegar hann áttaði sig á örlögum orkufyrirtækisins Enron og ráðlagði fjárfestum að koma sér í burtu áður en allt færi til fjandans. Þegar hann stofnaði Eldridge fyrirtækið árið 2015 var hann orðinn meðeigandi í LA Dodgers. Velgengni Dodgers liðsins á síðustu árum boðar gott fyrir stuðningsmenn Chelsea. Todd Boehly hefur talað um mikilvægi þess að stuðningsfólk félagsins séu í miðdepli þegar allar stórar ákvarðanir eru teknar. Hann vill líka ekki vera að skipta sér af rekstrinum og vill treysta því fólki sem er þar við störf. Meira eins og Fenway Sports Group Það er samt ljóst að Boehly og félagar munu ekki dæla peningum inn í Chelsea eins og Roman Abramovich undanfarna áratugi heldur miklu frekar eins og Fenway Sports Group gerir hjá Liverpool. Boehly vill auka tekjurnar sem Chelsea getur skapað og hann telur að markaður félagsins í Bandaríkjunum geti stækkað mikið sem og þá vill hann einnig gera betrum bætur á Stamford Bridge leikvanginum. The third man of the Todd-Boehly/Hansjorg Wyss consortium bidding to buy Chelsea is Jonathan Goldstein, a Londoner and football fan. Founder and CEO of Cain with significant property development experience in the capital. He is a long-time business partner of Boehly.— Matt Law (@Matt_Law_DT) March 12, 2022 Í myndbandinu er ekki bara farið yfir Boehly heldur einnig hina í eigandahópnum en þar á meðal er Tottenham stuðningsmaðurinn Jonathan Goldstein sem gerði sig líklega til að kaupa Tottenham árið 2014. Goldstein býr líka í London og er því mun nærri félaginu en hinir eigendurnir sem eru frá Bandaríkjunum og Sviss. Það má horfa á allt myndbandið hér fyrir ofan. There s going to be a change in strategy at Chelsea. @liam_twomey says Chelsea will no longer be able to make risky transfers in which their previous owner would cover any losses regardless. pic.twitter.com/c6bEm091QL— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2022
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira