Íslenski boltinn

Mest skorað á Kópa­vogs­velli og í Víkinni | Minnst í Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik hefur heldur betur gefið áhorfendum á Kópavogsvelli nóg fyrir peninginn í sumar.
Breiðablik hefur heldur betur gefið áhorfendum á Kópavogsvelli nóg fyrir peninginn í sumar. Vísir/Vilhelm

Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið alla sjö heimaleiki sína. Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki farið jafn vel af stað en heimavöllur liðsins hefur hins vegar boðið upp á mikla skemmtun, þó ekki endilega fyrir Víkinga.

Stuðningsfólk Breiðabliks hefur getað mætt á fjóra heimaleiki í Bestu deild karla og hafa þeir allir unnist. Þá hefur liðið skorað 14 mörk á Kópavogsvelli en fengið á sig sjö. Það þýðir að meðaltali hafa fimm mörk verið skoruð í hverjum leik.

Breiðablik hóf tímabilið á 4-1 sigri á Keflavík, í næsta heimaleik vannst 3-0 sigur á FH. Eftir það vannst dramatískur 3-2 sigur á Stjörnunni og nú síðast vannst magnaður 4-3 sigur á Fram.

Það hefur því sannarlega verið boðið til veislu á Kópavogsvelli, sérstaklega fyrir þau sem styðja Breiðablik.

Blikar fagna einum af fjórum sigrum sínum á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa farið brösuglega af stað í Bestu deildinni og kristallast það hvað helst í töpum liðsins á heimavelli. Eftir að vinna FH 2-1 og Keflavík 4-1 máttu Víkingar þola 4-5 tap gegn Stjörnunni.

Liðið svaraði með 4-1 sigri á Fram áður en topplið Breiðabliks mætti í heimsókn og vann þægilegan 3-0 útisigur.

Úr leik Víkings og Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét

Víkingar hafa spilað heimaleik meira en Breiðablik og því hefur Víkingsvöllur séð flest mörkin til þessa í sumar. En að meðaltali eru skoruð fimm mörk í leik í Víkinni líkt og á Kópavogsvelli.

Á hinum enda markatöflunnar eru Meistaravellir í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í fjórum leikjum þar í sumar eða að meðaltali eitt í leik.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.