Enski boltinn

Segir Man Utd alltaf hafa eytt því fjár­magni sem til þarf í nýja leik­­­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Avram Glazer, eigandi Man United.
Avram Glazer, eigandi Man United. Chris Brunskill/Getty Images

Avram Glazer, eigandi Manchester United, ræddi stuttlega við Sky Sports. Hann sagði að Glazer-fjölskyldan hefði alltaf eytt þeim peningum sem nauðsynlegt væri í nýja leikmenn. Þá sagði Avram að hann hefði fulla trú á Erik ten Hag, nýráðnum þjálfara félagsins.

Glazer-fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd síðan hún festi kaup á Manchester United. Sir Alex Ferguson hélt liðinu saman meðan hann var við stjórnvölin en síðan hann hætti í þjálfun hefur gengi liðsins farið versnandi.

Það náði líklega hámarki á nýafstaðinni leiktíð og nú loks virðast breytingar í sjónmáli. Stuðningsfólk Man United heldur allavega í vonina.

Sky Sports náði Avram Glazer í stutt spjall þó hann hafi bókstaflega reynt að hlaupa undan því. Myndbanda af viðtalinu má sjá hér að neðan.

„Ég held þetta sé ekki tíminn til að tala um það,“ sagði Avram í upphafi viðtalsins.

„Þetta var svekkjandi tímabil fyrir alla og við munum leggja hart að okkur til að gera næsta tímabil betra það sem er yfirstaðið,“ bætti hann við áður en talið færðist yfir í Erik ten Hag, nýráðinn þjálfara liðsins.

„Þess vegna réðum við Erik, hann mun standa sig frábærlega. Við höfum alltaf eytt peningnum sem þarf í nýja leikmenn,“ sagði Avram að endingu

Man United endaði tímabilið í 6. sæti með 58 stig með markatöluna 57-57. Aldrei áður hefur liðið fengið jafn fá stig og aldrei áður hefur liðið endað með núll í markatölu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.