Erlent

Fyrsta tilfellið af apabólu staðfest í Danmörku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sá sem smitaðist af apabólu hafði verið á ferðalagi á Kanaríeyjum.
Sá sem smitaðist af apabólu hafði verið á ferðalagi á Kanaríeyjum. Getty/Alexander Spatari

Danska heilbrigðisráðuneytið sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom búið væri að staðfesta fyrsta tilfellið af apabólu í landinu.

Sá sem greindist með apabóluna hafði verið á ferðalagi á Kanaríeyjum og fékk einkenni þegar heim til Danmerkur var komið.

Umræddur er sagður vera með mild einkenni og sætir nú einangrun.

Smitrakning hófst um leið og jákvætt sýni var staðfest. Hinir útsettu fengu leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að bera sig að. 

Í fréttatilkynningunni segir að heilbrigðisyfirvöld telji ekki líklegt að þetta muni leiða til útbreidds sjúkdóms í Danmörku en þau muni engu að síður fylgjast vel með þróun mála.

Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum, Ástralíu og nú Danmörku.


Tengdar fréttir

Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu

Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu.

Úti­lokar ekki að apa­bóla berist hingað til lands

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×