Erlent

Belgar fyrstir til að koma á skyldu­sótt­kví vegna apa­bólu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rannsókn á sýni vegna apabólu. Ekki eru taldar líkur á mikilli dreifingu veirusýkingarinnar. 
Rannsókn á sýni vegna apabólu. Ekki eru taldar líkur á mikilli dreifingu veirusýkingarinnar.  Getty

Belgar hafa fyrstir þjóða tilkynnt um skyldubundna sóttkví í 21 dag fyrir þá sem greinast með apabólu. Fjögur tilfelli greindust í Belgíu í síðustu viku.

Samkvæmt belgískum miðlum tóku heilbrigðisyfirvöld ákvörðunina síðastliðinn föstudag. Þeim sem greinast með veiruna er ekki gert að sæta einangrun en skulu forðast umgengni við viðkvæma hópa. Frá þessu er greint á vef Politico.

Apabóla er veirusýking sem oftast er mild og jafna flestir sig á á nokkrum vikum. Heilbrigðisyfirvöld eru þó nokkuð uggandi yfir hinni óvenjulegu dreifingu utan Afríku þar sem veiran hreiðrar vanalega um sig. Belgískir vísindamenn hafa þó talið litlar líkur á stærri faraldri apabólu þar í landi.

Á laugardag greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin frá því að 92 tilfelli hefðu greinst í tólf mismunandi löndum, en þá eru 28 tilfelli sem bíða frekari rannsóknar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áréttað að um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa sýkinguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot.


Tengdar fréttir

Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu

Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu.

Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu

Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga.

Úti­lokar ekki að apa­bóla berist hingað til lands

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.