Enski boltinn

Hoppaði upp í miðja stúku og fagnaði með stuðningsmönnum Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raphinha braut örugglega flestar öryggisreglur í bókinni en hér sést hann kominn upp í miðja stúku til að fagna með stuðningsmönnum Leeds United.
Raphinha braut örugglega flestar öryggisreglur í bókinni en hér sést hann kominn upp í miðja stúku til að fagna með stuðningsmönnum Leeds United. AP/John Walton

Brasilíumaðurinn Raphinha var í skýjunum eins og allir Leeds-arar eftir að liðinu tókst að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leeds vann 2-1 útisigur á Brentford og bjargaði sér á kostnað Burnley. Þetta tímabil hefur reynt mikið á leikmenn og stuðningsmenn Leeds sem fengu nú loksins tækifæri á að fagna almennilega.

Raphinha skoraði fyrra markið í gær og endaði því tímabilið með ellefu deildarmörk.

Raphinha er 25 ára gamall og hefur verið orðaður við sterkari lið og þá ekki síst Barcelona. Það er því líklegt að hann yfirgefi Leeds í sumar.

Raphinha sýndi það hins vegar í fagnaðarlátunum eftir leikinn hvað það skipti hann miklu máli að Leeds spili áfram í ensku úrvalsdeildinni í næstu leiktíð þótt að hann verði þá kannski kominn í annan búning.

Raphinha hoppaði nefnilega upp í miðja stúku þar sem stuðningsmenn Leeds héldu sig og fagnaði með þeim.

Ekki slæmt að vinna slíkan sigur og fá síðan aðalstjörnu liðsins með sér í fjörið. Það má sjá upptöku af þessu hér fyrir neðan. Enn neðar má líka sjá kappana ganga um á hnjánum á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×