Íslenski boltinn

Rúnar eftir að KR mis­tókst að vinna enn einn heima­leikinn: „Vorum bara lé­legir“

Árni Konráð Árnason skrifar
Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í dag.
Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét

KR mistókst enn og aftur að vinna leik á Meistaravöllum í dag er Leiknir Reykjavík kom í heimsókn. Lokatölur 1-1 og KR aðeins unnið einn heimaleik af fjórum í Bestu deild karla. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með sína menn í dag.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik en ömurlegir í seinni hálfleik. Ef að eitthvað lið átti að vinna að þá var það Leiknir Reykjavík, við vorum heppnir að taka með okkur stig inn í klefa,“ sagði Rúnar að leik loknum.

„Við vorum bara lélegir, vissum ekkert hvað við vorum að gera, vissum ekkert hvernig við ætluðum að spila. Fórum nokkrum sinnum leiðir sem að við vildum fara og það gekk vel en síðan fóru menn að breyta og fóru að spila einhvern „fancy“ fótbolta sem að var ekkert auðvelt,“ sagði þjálfari KR-inga aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis.

„Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur, kraftlitlir þegar leið á leikinn og ég held að menn hafi ekki alveg vitað hvað þeir ætluðu sér að gera.“

Rúnar nýtti varamannabekkinn vel en leikmenn á borð við Pálma Rafn Pálmason, Stefán Árna Geirsson og Kjartan Henry Finnbogason hófi leikinn á bekknum. Stefán Árni entist stutt en hann spilaði aðeins stundarfjórðung áður en hann meiddist.

„Þeir sem komu inn á voru allir að reyna sitt besta og það gengur ekki alltaf upp og þá er kannski bara best að ég taki þetta á mig sem þjálfari, við áttum þetta bara ekki skilið,“ sagði Rúnar að endingu.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.