Tottenham í Meistaradeildina þrátt fyrir stórsigur Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markakóngurinn.
Markakóngurinn. vísir/Getty

Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham öttu kappi um fjórða sætið í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tottenham stóð betur af vígi en Arsenal urðu ekki á nein mistök þegar þeir fengu Everton í heimsókn á Emirates leikvanginn og unnu afar öruggan fjögurra marka sigur, 5-1.

Á sama tíma gerði Tottenham enn betur gegn föllnum Norwich mönnum þar sem mörk frá Heung Min Son (2), Dejan Kulusevski (2) og Harry Kane tryggðu Tottenham 0-5 sigur og því hreppir Tottenham hið eftirsótta fjórða sæti.


Tengdar fréttir

Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt

Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.