Enski boltinn

Man. City er ekki hætt að kaupa leikmenn í sumar þótt að Haaland sé í húsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, telur sig þurfa að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, telur sig þurfa að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð Getty/Craig Mercer

Manchester City mun styrkja leikmannahóp sinn enn frekar í sumar og það verður því ekki bara norski framherjinn Erling Haaland sem bætist í hópinn.

ESPN hefur heimildir fyrir því að forráðamenn City ætli að kaupa fleiri leikmenn því stefnan sé sett á að finna bæði miðjumann og bakvörð.

Reynsluboltinn Fernandinho kveður félagið í sumar og fer heim til Brasilíu. Þá er vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy í banni hjá félaginu á meðan hann er fyrir rétti vegna nauðgana. Mendy er ekki líklegur til að snúa aftur.

Það er líka vitað af áhuga á Oleksandr Zinchenko sem gæti því yfirgefið félagið.

City býst við því að Gabriel Jesus biðji um leyfi að vera seldur frá félaginu og bæði Arsenal og Juventus hafa áhuga á honum. Guardiola mun ekki standa í vegi fyrir honum enda fyllir Haaland í það skarð.

City gekk líka frá kaupum á argentínska framherjanum Julian Alvarez frá River Plate í janúar en framtíð hans hjá félaginu er enn óráðin.

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan verður líklegast áfram en hans samningur rennur út 2023. Raheem Sterling er líka að renna út á samning næsta sumar en hann og félagið munu ræða saman í sumar. Sterling hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Tottenham Hotspur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.