Sjáðu hetjudáðir markvarðar Forest og brjálaðan fögnuð eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 14:32 Brice Samba og Brennan Johnson fallast í faðma eftir sigur Nottingham Forest á Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. getty/Joe Prior Nottingham Forest komst skrefi nær því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni umspilsleik liðanna, 3-2. Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30