Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2022 16:55 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með sigur dagsins en síður glaður að þurfa að svara spurningum um mál Eggerts Gunnþórs. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals. Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals.
Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20
Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09
Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34