Fótbolti

Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með FH.
Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn

Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu FH-inga. Eggert Gunnþór hafði verið beðinn um að stíga til hliðar.

FH bað Eggert um að stíga til hliðar eftir að félagið fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að hafa Eggert í leikmannahópi liðsins á meðan mál hans og Arons Einars var enn til skoðunnar.

Eggert og Aron voru sakaðir um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð fyrir tólf árum síðan, en málið hefur nú verið fellt niður.

Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að félagið hafi lagt áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í þessu viðkvæma máli og muni ekki tjá sig frekar um málið, en yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.

„Í samræmi við fyrri yfirlýsingar félagsins og í ljósi nýrrar stöðu í málinu þar sem rannsókn er lokið og héraðssaksóknari hefur látið málið á hendur leikmanni félagsins, Eggerti Gunnþóri Jónssyni, falla niður þá hefur félagið ákveðið að hann megi aftur halda til fyrri starfa og verði aftur hluti af leikmannahópi félagsins.

Félagið hefur lagt áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í þessu viðkvæma máli og mun ekki tjá sig frekar um málið.“


Tengdar fréttir

Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið.

Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×