Innlent

Mál Arons Einars og Eggerts Gunn­þórs fellt niður

Árni Sæberg skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson.
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson. Vísir

Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara.

Lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við DV, sem greindi fyrst frá.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ segir Einar Oddur Sigurðsson lögmaður.

Þrítug kona kærði Aron Einar og Eggert Gunnþór fyrir gróft kynferðisofbeldi í lok síðasta árs en hún hafði áður birt færslu á Instagram í maí síðastliðnum þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010.

Mennirnir hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu og sögðust þeirra reikna með því að málið yrði fellt niður þegar þeir stigu fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið.

Í síðasta mánuði steig Eggert Gunnþór til hliðar að ósk FH, en félagið hafði verið harðlega gagnrýnt fyrir að tefla honum fram í byrjunarliði sínu í Bestu deildinni á meðan hann sætti rannsókn lögreglu.

Aron Einar hefur haldið áfram að leika með liði sínu Al-Arabi í Katar en hann hefur ekki fengið að spila fyrir íslenska landsliðið síðan málið kom upp.

Konan sem kærði mennina hefur einn mánuð til að kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. 


Tengdar fréttir

Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið.

Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.