Íslenski boltinn

Sjáðu fyrsta þátt Sumar­mótanna: „Unnum alla leikina en töpuðum bara einum“

Sindri Sverrisson skrifar
Þessar kátu stelpur úr Snæfellsbæ unnu meðal annars leik gegn foreldrum sínum. Þær fengu Cheerios-bolta eins og aðrir keppendur mótsins.
Þessar kátu stelpur úr Snæfellsbæ unnu meðal annars leik gegn foreldrum sínum. Þær fengu Cheerios-bolta eins og aðrir keppendur mótsins. Stöð 2 Sport

Gleðin var við völd í Fossvoginum á Cheerios-mótinu í fótbolta á dögunum þar sem Gaupi var á meðal gesta og heilsaði upp á unga iðkendur og kunna foreldra.

Fjallað er um mótið í fyrsta þætti Sumarmótanna en eins og síðustu ár verður Stöð 2 Sport á staðnum á fjölda fótboltamóta á landinu í sumar. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Sumarmótin 2022: Cheerios-mótið

„Við unnum alla leikina en töpuðum bara einum,“ sagði ungur iðkandi Selfyssinga vígreifur í spjalli við Gaupa sem ræddi við krakka úr mörgum liðum.

Alls tóku um 2.300 keppendur þátt á mótinu, sem fram fór 7.-8. maí á svæði Víkinga, en á mótinu kepptu 6., 7. og 8. flokkur stráka og stelpna.

„Hún þolir ekki að vera í marki“

Gaupi ræddi ekki bara við hressa og káta krakka heldur einnig fullorðna gesti mótsins, þar á meðal Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsta landsliðsmarkvörð Íslands. Hann var mættur að fylgjast með Katrínu dóttur sinni í Víkingi en er hún markvörður?

„Nei, hún þolir ekki að vera í marki. Hún þurfti að taka einn leik í markinu áðan og stóð bara með fýlusvip á línunni og gat ekki beðið eftir að komast út á völlinn aftur,“ sagði Hannes léttur.

Þessi fyrsti þáttur Sumarmótanna var frumsýndur á Stöð 2 Sport í gær og hann má sjá hér að ofan. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á Stöð 2+, efnisveitu Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.