Krakkar

Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Barna­kór tók undir með XXX Rottweiler

Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Ekki fleiri íbúafundi!“

Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn.

Innlent
Fréttamynd

Safna fyrir lit­ríkri endur­komu Lilla tígurs

Hinn sex ára gamli Grettir Thor Árnason safnar nú fyrir framhaldsseríu af geysivinsæla barnaefninu um Lilla tígur ásamt móður sinni Þórhildi Stefánsdóttur á Karolina Fund. Að þessu sinni mun Lilli tígur leika sér með litina og hafa mæðgurnar Fanný Ragna Gröndal og Elma Örk Johansen bæst í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akra­nesi

Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stelpur moka fyrir gott mál­efni

Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið
Fréttamynd

Ungmennaþing á Hvols­velli – hlustað á börn og ung­linga

Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara.

Lífið
Fréttamynd

Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa

Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 

Innlent
Fréttamynd

Sunn­lensk ung­menni unnu Skjálftann

Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. 

Lífið
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Hundrað grunn­skóla­nemar keppa í byggingu LEGO

Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu.

Lífið