Veður

Bjart fyrir sunnan en á­fram vetrar­legt norðan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Sunnan heiða verður hins vegar víða bjart veður og hiti þrjú til átta stig yfir daginn.
Sunnan heiða verður hins vegar víða bjart veður og hiti þrjú til átta stig yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Reikna má með norðlægri átt, víða golu eða kalda, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast fram eftir degi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði áfram vetrarlegt á norðanverðu landinu þó að talsvert hafi dregið úr ofankomunni síðan í gær. Þar sé útlit fyrir dálítil él og hita kringum frostmark.

Sunnan heiða verður hins vegar víða bjart veður og hiti þrjú til átta stig yfir daginn, en líkur eru á einhverjum síðdegisskúrum.

Austan og suðaustan 3-10 m/s og skúrir á morgun, en úrkomulítið um landið norðanvert. Bætir í úrkomu og vind sunnanlands annað kvöld.

Á sunnudag er svo útlit fyrir suðaustanátt og vætu með köflum sunnan- og vestanlands, en áfram þurrt að kalla á Norðurlandi. Hlýnar enn frekar.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hlýnandi, hiti 2 til 9 stig eftir hádegi.

Á sunnudag: Suðaustan 3-10 og súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 4 til 14 stig, mildast vestantil.

Á mánudag og þriðjudag: Suðaustan 3-10, en gengur í austan 10-18 syðst á landinu. Súld eða lítilsháttar rigning við suður- og austurströndina, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Áfram milt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×