Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2022 06:41 Slasaðir úkraínskir hermenn fyrir utan Azovstal-stálverið í Maríupol. AP/Úkraínski herinn Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira