Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2022 06:41 Slasaðir úkraínskir hermenn fyrir utan Azovstal-stálverið í Maríupol. AP/Úkraínski herinn Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira