Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að norðaustanáttin ráði síðan ríkjum á landinu á morgun og verði vetrarlegt um að lítast norðanlands með snjókomu eða slyddu á köflum.
„Sunnantil á landinu nær sólin að hlýja okkur, sérstaklega þar sem dálítið skjól er fyrir norðanáttinni. Kólnar þó smám saman þegar líður á vikuna með éljum og frosti fyrir norðan. Úrkomulítið sunnan heiða og heldur hlýrra í veðri. Það er síðan ekki fyrr en á sunnudag að norðanáttin gefur eftir fyrir suðaustlægum áttum með hlýnandi veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur sunnan heiða og skúrir eða slydduél, einkum síðdegis og hiti 5 til 11 stig.
Á miðvikudag: Norðaustlæg átt 8-13 og snjókoma eða slydda með köflum, en rigning á láglendi syðst. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s um landið norðvestanvert, en annars hægari vindur. Viða él, en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti um frostmark, en hiti að 5 stigum sunnanlands að deginum.
Á föstudag: Norðlæg átt og stöku él, en víða þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Vægt frost, en hiti 0 til 5 stig sunnantil.
Á laugardag: Útlit fyrir austlæga átt og hlýnar lítið eitt. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið.
Á sunnudag: Suðaustlæg átt, vætusamt og hlýnandi veður.